Góður sigur á ÍR
Keflavík sigraði í nokkuð örugglega í Landsbankadeild kvenna á ÍR-vellinum s.l. mánudag 0-3. Leikurinn fór fram við góðar aðstæður í Breiðholtinu. ÍR var fyrir þennan leik með 4 stig í 8. sæti en Keflavík í því 3. með 18 stig.
Leikurinn hófst ekki vel fyrir Keflavík því strax á 5. mínútu þurfti Björg Ásta Þórðardóttir þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir meiðsli, sem við vonum að séu ekki mikil. ÍR liðið byrjaði leikinn með miklum krafti og var með nett spil á miðjum velli en þegar nær dróg marki Keflavíkur fuðraði allt upp eða Dúfa Ásbjörnsdóttir greip vel inn í þær fyrirgjafir og markskot sem komu að marki. Á 31. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Danka Padovac fékk góða sendingu inn fyrir vörn ÍR á vinstri væng og gott skot hennar hafnaði í stöng ÍR-marksins þar sem Una Harkin kom aðsvífandi, hirti frákastið og skoraði með góðu skoti, 0-1. Á 51 mínútu skorðaði svo Danka Podovac sjálf með góðu skoti utan af velli, 0-2. Sigur Keflavíkur virtist aldrei í hættu og 90. mínútu skoraði Inga Lára Jónsdótttir mark með góðu skoti og gulltryggði sigur Keflavíkur 0-3. Var gaman að sjá Ingu Láru klæðast Keflavíkurtreyju aftur eftir smáhlé.
Góður sigur á liði ÍR sem er í bullandi fallbaráttu en Keflavík situr sem fastast í 3. sæti með 21.stig.
Lið Keflavíkur: Dúfa, Anna, Björg (Íris Björk 5. ( Inga Lára )), Björg Magnea, Ester, Eva (Guðný 66.), Lilja, Beth, Danka, Una og Vesna.
Varamenn: Jelena, Rebekka, Jóna Kristbjörg
Elísabet Ester Sævarsdóttir átti góðan leik í vörn Keflavíkurliðsins á móti ÍR.
(Mynd: Víkurfréttir vf.is)