Fréttir

Knattspyrna | 15. mars 2004

Góður sigur á Skagamönnum

Keflavík vann öruggan sigur á liði ÍA í Deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi.  Lokatölurnar urðu 5-2 í fjörugum leik.  Hörður, Magnús, Zoran, Hólmar og Þórarinn skoruðu fyrir okkar menn en Stefán Þórðarson og Gunnlaugur Jónsson fyrir gestina.  Eftir þrjár umferðir eru Keflavík og Þróttur R. í efsta sæti riðilsins með 7 stig en ÍA kemur næst með 6 stig.  Næsti leikur okkar í Deildarbikarnum er gegn ÍBV í Reykjaneshöllinni næsta laugardag.