Fréttir

Knattspyrna | 16. júní 2005

Góður sigur á Skaganum

Keflavík vann góðan sigur í Landsbankadeildinni á Skagamönnum uppi á Skipaskaga í gærkvöldi, miðvikudagskvöld 1-2.  Leikurinn var jafn og hrósuðum við góðum sigri í 6 stiga leik í baráttunni um að vera í efri hluta deildarinnar.  Strax í upphafi leiks slasaðist Ómar Jóhannson markvörður Keflvíkinga eftir harða baráttu við leikmann Akurnesinga.  Atvikið leit mjög illa út og áttu menn von á því versta en Ómar varð fyrir þungu höfuðhöggi.  Var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi en sem til allrar lukku fór betur en menn þorðu að vona.  Ómar er allur að braggast þó svo að leikurinn geymist ekki í minningarbanka hans.  Keflavikurliðið var mjög breytt í þessum leik.  Gestur var í stöðu vinstri bakvarðar og Baldur lék í stöðu miðvarðar með Michael, Stefán Örn og Guðmundur voru fremstu menn og Hörður og Hólmar Örn á köntunum.  Allur annar bragur var á leik liðsins frá leiknum á móti Val.  Skagamenn skoruðu mark í uppbótartíma í fyrri hálfleik og fannst mörgum það ekki sanngjörn stað í hálfleik.  Í upphafi síðari hálfleiks átti Guðmundur góða sendingu inn í teiginn og skoraði Guðjón Árni gott mark af miklu harðfylgi.  Hans fyrst mark í Landsbankadeildinni.  Guðmundur Steinarsson skoraði síðan sitt 5. mark í sumar með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu af 35 metra færi.  Boltinn fór í stöngina og inn, algjörlega óverjandi.  Keflavík er því í 3 sæti Landsbankadeildarinnar með 10 stig.  ási 

Akranesvöllur, 15. júní 2005
ÍA 1 (Hjörtur Hjartarson 45.)
Keflavík 2 (Guðjón Antoníusson 54., Guðmundur Steinarsson 77.)

Keflavík (4-3-1-2):
Ómar Jóhannsson (Magnús Þormar 12.) - Guðjón Antoníusson, Michael Johansson, Baldur Sigurðsson, Gestur Gylfason (Branko Milicevic 72.) - Bjarni Sæmundsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson - Hörður Sveinsson - Guðmundur Steinarsson, Stefán Örn Arnarson (Gunnar Hilmar Kristinsson 87.)
Varamenn: Ásgrímur Albertsson, Sigþór Snorrason

Dómari: Gylfi Þór Orrason
Aðstoðardómarar: Gylfi Gunnarsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Eftirlitsdómari: Friðgeir Hallgrímsson
Áhorfendur: 931


Guðjón jafnar leikinn með fyrsta marki sínu í efstu deild.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)