Fréttir

Góður sigur gegn Fram
Knattspyrna | 3. mars 2014

Góður sigur gegn Fram

Keflavík vann Fram 3-2 þegar liðin mættust í Lengjubikarnum en leikið var í Egilshöll.  Framarar náðu forystunni í fyrri hálfleik þegar Arnþór Ari Atlason skoraði.  Snemma í seinni hálfleik jafnaði Jóhann Birnir Guðmundsson metin og skömmu síðar kom Daníel Gylfason okkar liði yfir.  Framarar jöfnuðu jafnharðan með marki Einas Más Þórissonar en á 71. mínútu leiksins gerði varamaðurinn Bojan Stefán Ljubicic sigurmark Keflavíkur.  Þess má geta að Einar Orri Einarsson var fyrirliði Keflvíkur í leiknum og er það í fyrsta sinn sem hann gegnir þeirri stöðu.

Keflavík er nú í 2. sæti riðilsins með 6 stig eftir tvo leiki.  Næsti leikur er gegn ÍA í Akraneshöllinni laugardaginn 8. mars kl. 12:00.

Leikskýrsla á KSÍ.is.

Á myndinni með fréttinni eru markaskorarar Keflavíkur, Jóhann Birnir Guðmundsson, Daníel Gylfason og Bojan Stefán Ljubicic.  Hér að neðan er byrjunarlið Keflavíkur og neðst er fyrirliðinn Einar Orri.

Myndir: Jón Örvar.