Fréttir

Góður sigur gegn Grindavíkurstúlkum
Knattspyrna | 31. mars 2016

Góður sigur gegn Grindavíkurstúlkum

Keflavík spilaði síðasta leikinn í Faxaflóamótinu í ár gegn grönnum sínum úr Grindavík á miðvikudagskvöld í Reykjaneshöll.

Grindavíkurstúlkur náðu forystu á 5 mínútu með skallamarki frá Elísabetu Ósk Gunnþórsdóttur eftir hornspyrnu. Aðeins mínútu síðar jafnaði Sveindís Jane Jónsdóttir af miklu harðfylgi eftir flottan undirbúning frá Unu Margréti Einarsdóttur. Staðan í hálfleik því jöfn, 1-1.  Á 63. mínútu var aftur komið að hinni ungu og bráðefnilegu Sveindísi Jane Jónsdóttur. Hún skoraði þá sigurmarkið eftir frábært einstaklingsframtak, fékk boltann á miðjum eigin vallarhelmingi og geystist upp allan völlinn og lagði knöttinn örugglega framhjá markverði Grindavíkur. Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík sem enduðu í 2. sæti í Faxaflóamótinu.

Næsti leikur hjá Keflavík er gegn Fram í Lengjubikarnum á laugardaginn kl. 17:15 í Egilshöll. Leikurinn er fyrsti leikur stúlknanna í Lengjubikarnum í ár.

Leikskýrsla frá leiknum gegn Grindavík
Staðan í Faxaflóamótinu


Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er á 15. ári, hefur spilað mjög vel með Keflavík í vetur.
Hún skoraði bæði mörk Keflavíkur gegn Grindavík og
er markahæsti leikmaðurinn í Faxanum með 7 mörk í 4 leikjum.