Fréttir

Knattspyrna | 26. febrúar 2006

Góður sigur gegn KA

Keflavík vann KA í Fífunni 4-2 með mörkum frá Davíð Hallgrímssyni sem setti tvö, Baldur Sigurðsson eitt og Magnús Þorsteinsson eitt.

Keflvíkingar voru daufir í byrjun en settu í gang þegar þeir fengu á sig fyrsta markið.  Strákarnir litu út sem heilsteypt lið en það var eitt markmiðið fyrir leikinn.

Þó svo að strákarnir séu að spila í deildarbikarnum er ekkert slegið af æfingum.  Það er æft sex sinnum í viku og sást það í leiknum þar sem hraði og frískleiki var ekki til staðar allan leiktímann.  Annars var þetta mjög gott hjá strákunum sem eru nú efstir í A-deild, riðli 2, með sex stig eftir tvo leiki.  Þess má geta að Valur tapaði fyrir Þór 0-1 og bikarmeistararnir hafa því tapað báðum leikjum sínum.

Byrjunarlið Keflavíkur: Magnús - Þorsteinn Atli, Kenneth, Guðmundur Mete, Branko - Jónas Guðni, Baldur, Einar Orri, Magnús Þorsteinsson - Guðmundur, Davíð.

Í seinni hálfleik kom Ólafur Berry inn fyrir Þorstein Atla, Þorsteinn Þorsteinsson (bróðir Magnúsar) fyrir Davíð og undir lokin kom Garðar E. inn fyrir Kenneth.

Næsti leikur Keflvíkinga er gegn KR sem ekki hefur enn spilað í mótinu.  KR er að koma heim frá Spáni þar sem þeir hafa verið í hálfan mánuð og spilað gegn sterkum liðum á móti sem þar var sett upp.  Leikurinn gegn KR er laugardag 11. mars kl. 15:00 í Reykjaneshöllinni.

Mynd: Davíð skoraði tvö mörk gegn KA.