Fréttir

Knattspyrna | 19. júní 2004

Góður sigur hjá 2. flokknum

Lið Keflavíkur/Njarðvíkur í 2. flokki karla lék í gærkvöldi við Stjörnuna á útivelli í Íslandsmótinu en strákarnir leika þar í B-deild.  Okkar menn stóðu sig vel í gær og unnu 4-1 sigur í hörkuleik.  Bæði lið léku vel í leiknum en Keflavík hafði betur þó tölurnar gefi ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en Guðmundur markvörður varði m.a. víti í leiknum.  Það voru þeir Davíð Örn Hallgrímsson og Ólafur Jón Jónsson sem sáu um að skora mörkin í Garðabænum en þeir skoruðu tvö mörk hvor.