Fréttir

Knattspyrna | 21. júní 2003

Góður sigur hjá 3. flokki

Í gær tók 3. flokkur kvenna á móti liði HK í flokki 7 manna liða en leikið var að Iðavöllum.  Sökum manneklu léku þrjár stelpur úr 4. flokki og ein úr 5. flokki með liðinu en það kom ekki að sök þar sem stelpurnar léku geysilega vel og unnu sannfærandi sigur, 2-0.  Mörkin skoruðu Helena Rós Þórólfsdóttir úr 4. flokki og Íris Björk Rúnarsdóttir sem leikur með 5. flokki.