Góður sigur hjá 3. flokki
3. flokkur kvenna tók á móti Haukum í Faxaflóamótinu í Reykjaneshöll í gær. Keflavík komst yfir 1-0 strax á fyrstu mínútu með marki frá Helenu Rós og þannig var staðan í hálfleik. Haukar náðu síðan að jafna snemma í seinni hálfleik þegar þær fengu dæmda vítaspyrnu. Þær komust síðan yfir 1-2 en Helena Rós var aftur á ferðinni og jafnaði 2-2. Það var síðan Andrea sem tryggði okkur sigur í þessum leik undir lokin með góðu marki.
3. flokkur kvenna, Faxaflóamót:
Keflavík - Haukar: 3-2 (Helena Rós Þórólfsdóttir 2, Andrea Frímannsdóttir 1)
Helena Rós Þórólfsdóttir setti tvö gegn Haukum.