Fréttir

Knattspyrna | 4. febrúar 2005

Góður sigur hjá stelpunum

Meistarflokkur kvenna fór vel af stað í Faxaflóamótinu með góðum 3-1 sigri á ÍA í gær.  Stelpurnar komust í 2-0 í leiknum, fyrst skoraði Björg Ásta Þórðardóttir og síðan bætti Ágústa Jóna Heiðdal öðru marki við.  Skagastúlkur minnkuðu muninn með marki út víti rétt fyrir hálfleik en Ólöf Helga Pálsdóttir gerði mark í síðari hálfleik og sigurinn var í höfn.