Góður sigur hjá stelpunum
Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á Álftanesi í Faxaflómaótinu en leikið var í Reykjaneshöllinni á föstudagskvöldið. Leiknum lauk með 2-0 sigir en okkar stelpur voru mun sterkari allan tímann og áttu klárlega að setja fleiri mörk. Álftanesstúlkur fengu ekki færi í leiknum en þær áttu tvö eða þrjú langskot sem voru ekki hættuleg. Á meðan voru Keflavíkurstelpur að stjórna leiknum og fá þó nokkuð af færum og hálffærum.
Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu og var Nína Ósk Kristinsdóttir þar að verki með frábært skot af 40 metra færi í vinkilinn!! Hún var síðan aftur á ferðinni á 26. mínútu og skoraði með góðu skoti. Keflavík komið í 2-0 og þar við sat. Þetta var prýðisleikur hjá stelpunum okkar og virðist vera númer eitt hjá þeim að hafa gaman af því sem þær eru að gera.
Mynd: Nína Ósk var á skotskónum og ekki í fyrsta sinn.