Fréttir

Knattspyrna | 10. mars 2003

Góður sigur í deildarbikarnum

Keflvíkingar unnu sigur á liði Stjörnunnar í deildarbikarnum á laugardaginn en lokatölurnar urðu 4-1.  Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni en gestirnir komust reyndar í leiknum.  Hörður Sveinsson jafnaði úr vítaspyrnu og þeir Magnús Þorsteinsson, Hafsteinn Rúnarsson og Ólafur Ívar Jónsson bættu við mörkum fyrir okkar menn sem voru mun sterkari í leiknum eins og úrslitin gefa til kynna. 

Næsti leikur í keppninni verður mánudaginn 17. mars en þá verður leikið við lið Aftureldingar í Reykjaneshöllinni.  Vonast er til að Stefán Gíslason verði þá orðinn löglegur með Keflavík og geti leikið þann leik.

Á laugardaginn lék B-lið Keflavíkur við lið Hugins frá Seyðisfirði og þar urðu úrslitin 12-0 fyrir Keflavík.