Fréttir

Knattspyrna | 3. mars 2008

Góður sigur í Lengjubikarnum

Okkar menn unnu góðan sigur á Stjörnunni í Lengjubikarnum þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni í gær.  Leikurinn byrjaði reyndar ekki vel og Daníel Laxdal kom gestunum yfir eftir tíu mínútna leik.  Viðbrögðin létu sem betur fer ekki á sér standa og þrjú mörk á sextán mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik gerðu út um leikinn.  Það voru þeir Jón Gunnar Eysteinsson, Patrik Redo og Guðmundu Steinarsson sem skoruðu mörkin.  Það eru því komnir tveir sigrar úr fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum í ár.  Næsti leikur er svo gegn Fjarðarbyggð þann 15. mars í Fjarðarbyggðarhöllinni.

Keflavík (4-4-2: Ómar - Guðjón, Kenneth (Garðar), Nicolai, Brynjar - Högni (Hafsteinn), Jón Gunnar, Magnús Þórir (Einar Orri), Símun - Patrik (Bessi), Guðmundur (Sigurbjörn). 

Myndir: Jón Örvar


Patrik, Guðmundur og Jón Gunnar sáu um mörkin.


Gummi lætur vaða á markið.


Kristján messar yfir mannskapnum.