Góður sigur og 2. flokkur kominn í skrið
Lið 2. flokks karla undir stjórn Ingvars Guðmundssonar vann góðan sigur á FH í Faxaflóamótinu á föstudagskvöld. Lokatölur urðu 4-2 og það voru þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Tómas Pálmason sem skoruðu tvö mörk hvor. Allt annað er að sjá til strákanna síðan í október og er Ingvar vissulega að gera góða hluti með þetta efnilega lið okkar. Strákarnir eru nú komnir í fimmta sæti síns riðils með 10 stig eftir afleita byrjun í mótinu. Þess má geta að í liðið vantaði þá Viktor Gíslason, Einar Orra Einarsson, Högna Helgason og Óttar Stein.
Næsti leikur er laugardaginn 10. mars gegn ÍA í Akraneshöllinni.
Mynd: Bjössi og félagar áttu góðan leik gegn FH. (Mynd: Jón Örvar)