Fréttir

Knattspyrna | 20. apríl 2004

Góður útisigur hjá 3. flokki en töp hjá 4. flokki

Í gær lék 3. flokkur karla gegn ÍA í Faxaflóamótinu, leikið var á Akranesi.  Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru langt undir meðallagi, harður malarvöllur, hávaðarok og sandfok.  Eðlilega voru knattspyrnuleg tilþrif í lágmarki en Keflavíkurpiltar gerðu það sem til þurfti og sigruðu 2-1.  Keflavík lék á móti sterkum vindinum í fyrri hálfleik og voru 1-0 undir er flautað var til leikhlés.  Í síðari hálfleik gerðu þeir Helgi Eggertsson og Þorsteinn Þorsteinsson sitt hvort markið og þar við sat.

Úrslit leikja og staðan í riðlinum: 
http://www.ksi.is/asp/listar/mot.asp?MotNumer=6518

Það gekk ekki eins vel þegar 4. flokkur lék gegn Skagamönnum s.l. laugardag í Faxaflóamótinu á malarvellinum á Akranesi.  Leikið var við vægast sagt ÖMURLEGAR aðstæður í hávaða roki á þurrum og hörðum malarvelli þar sem leikmenn áttu oft í basli með að sjá hvorn annan sökum rykskýja!  Frammistaðan á leikvellinum var líka í daprara lagi, gegn sterku liði Skagamanna.  A-liðið tapaði 8-0, B-liðið tapaði 5-1, mark Keflvíkinga gerði Erlingur Helgason og C-liðið tapaði 4-0.  Það var s.s. ekki um frægðarför að ræða á Skaga í þetta sinnið.  En piltarnir skemmtu sér engu að síður ljómandi vel í rútunni heim á leið.  Það gengur bara betur næst!