Fréttir

Knattspyrna | 31. maí 2010

Góður útisigur hjá stelpunum fyrir norðan

Stelpurnar okkar fóru norður um helgina og spiluðu við lið Tindastóls/Neista á Sauðárkróki.

Keflavík var sterkara liðið en gekk erfiðlega að klára sóknirnar.  Guðný kom kom okkur yfir á 21. mínútu með marki beint af teikniborðinu, hornspyrnutaktík sem gekk fullkomlega upp.  Heimastúlkur jöfnuðu á 33. mínútu og var Sigríður Heiða Bjarkadóttir þar að verki.  Staðan í hálfleik var því 1-1.  Það var svo á 55. mínútu sem Agnes skoraði glæsilegt mark sem reyndist sigurmarkið og erfiður skyldusigur í höfn.

Tveir sigrar í höfn í fyrstu tveimur leikjunum en næsti leikur er á móti  HK/Víkingi í Kópavogi á miðvikudag kl. 20:00.

Mynd: Agnes skoraði sigurmarkið.