Golfmót Keflavíkur og GS fimmtudaginn 26. júlí
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Golfklúbbur Suðurnesja standa fyrir golfmóti á Hólmsvelli í Leiru fimmtudaginn 26. júlí. Takmarkaður fjöldi kemst að og því er um að gera að skrá sig til leiks sem fyrst.
Þetta mót er óvenjulegt að mörgu leyti. Til dæmis geta keppendur keypt upphafshögg frá úrvalskylfingum hjá GS á völdum holum. Einnig verður hægt að kaupa vítaskot á markverði Keflavíkur og skori menn taka þeir upphafshöggið á þeirri holu á kvennateigum en skori þeir ekki færast þeir á hvíta teiga. Fyrir þetta verður að greiða 1000 kr. Einnig er mönnum frjálst að bjóða í leikmenn Keflavíkur og fá þá til að vera kylfusveina fyrir sig og geta þá um leið lagt þeim línurnar fyrir restina af sumrinu. Nú þegar er komið tilboð í einn leikmann upp á 10.000! Öll tilboð skulu berast til Gumma Steinars í tölvupósti eða í skilaboðum á Facebook.
Og nú er bara um að gera að skrá sig til leiks og taka þátt í skemmtilegu móti.