Fréttir

Knattspyrna | 10. febrúar 2004

Gott gengi 3. flokks karla

3. flokkur karla lék æfingaleik gegn Skagamönnum í Reykjaneshöllinni s.l. föstudag.  Keflavíkurpiltar léku stórvel í leiknum og sigruðu mjög sannfærandi 4-0.  Mörk Keflavíkur gerðu Björgvin Magnússon 2 og Helgi Eggertsson 2.

Njarðvíkingar héldu hraðmót í knattspyrnu hjá 3. flokki pilta s.l. sunnudag.  Leiktími var 1 x 27 mín.  Keflvíkingar spiluðu mjög vel í mótinu og sigruðu með fullu húsi stiga.  Sérstaklega ber þó að nefna leik Keflavíkur og Fram en Keflavíkurpiltar sundurspiluðu Framara og voru komnir í 4-0 eftir 15 mínútur.  Þess má geta að Fram varð Reykjavíkurmeistari í 3. flokki á Haustmóti KRR sem lauk í nóvember

Úrslit í leikjum Keflavíkur:
Keflavík - Njarðvík: 1-0 (Björgvin Magnússon)
Keflavík - Hrunamenn: 3-0 (Björgvin Magnússon, Bjarki Þór Frímannsson, Ari Haukur Arnarsson)
Keflavík - Fram: 4-1 (Þorsteinn Þorsteinsson 2, Björgvin Magnússon, Gísli Örn Gíslason)
Keflavík - Reynir/Víðir: 2-0 (Viktor Guðnason, Einar Orri Einarsson)


Efri röð frá vinstri: Gunnar Magnús þjálfari, Fannar Óli Ólafsson, Bjarki Þór Frímannsson, Ari Haukur
Arnarsson, Björgvin Magnússon, Garðar Eðvaldsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Viktor Guðnason. 
Neðri röð frá vinstri: Helgi Eggertsson, Einar Orri Einarsson, Teitur Ó. Albertsson, Gísli Örn Gíslason, Haraldur Bjarni Magnússon, Vilhjálmur Birnisson og Stefán Lynn.


Gísli Örn Gíslason tekur hér við bikarnum úr hendi Freys Sverrissonar.