Fréttir

Knattspyrna | 22. október 2004

Gott gengi 4. flokks kvenna

4. flokkur kvenna lék gegn Stjörnunni í Garðabæ s.l. sunnudag í strekkingsvindi og kulda.  Hjá A-liðum léku stelpurnar undan vindinum í fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark þrátt fyrir að eiga allan leikinn, staðan í hléi 0-0.  Fljótlega í seinni hálfleik náði Guðrún Ólöf að koma okkur yfir.  Sú forysta stóð ekki lengi því Stjörnustelpur jöfnuðu leikinn tveim mín seinna.  Það var svo Sigurbjörg Auðunsdóttir sem tryggði okkur sigur stuttu fyrir lekslok.

Í leik B-liða var sama upp á teningnum og á móti ÍA helgina áður.  Algjör einstefna var á mark Stjörnunar og aðeins spurning hversu mörg mörkin yrðu og þau urðu að lokum sjö.  Eyrún og Íris voru í banastuði og skoruðu þrjú mörk hvor.

4. flokkur kvenna, A-lið:
Stjarnan - Keflavík: 1-2 (Sigurbjörg Auðunsdóttir, Guðrún Ólöf Olsen)

4. flokkur kvenna, B-lið:
Stjarnan - Keflavík: 0-7 (Íris Björk Rúnarsdóttir 3, Eyrún Ósk Magnúsdóttir 3, Berta Björnsdóttir)


Á miðvikudag kom HK í heimsókn og var spilað í Reykjaneshöllinni.  Mikil barátta einkenndi leik A-liða alveg frá upphafi.  Greinilegt var að bæði lið ætluðu sér sigur í leiknum sem endaði 2-2.  Okkar stelpur fengu mun fleiri og hættulegri færi í leiknum en markvörður HK sem kom í veg fyrir að við færum með sigur af hólmi.  Hjá B-liðinu var endurtekið efni frá leiknum gegn Stjörnunni, algjörir yfirburðir og lokastaðan 7-0.

4. flokkur kvenna, A-lið:
Keflavík - HK: 2-2 (Fanney Þórunn Kristinsdóttir 2)

4. flokkur kvenna, B-lið:
Keflavík - HK: 7-0 (Hanna Ósk Ólafsdóttir 3, Guðrún Ólöf Olsen 2, Matthildur Ósk Jóhannsdóttir, sjálfsmark) 


Hanna Ósk Ólafsdóttir, Eyrún Ósk Magnúsdóttir og Íris Björk Rúnarsdóttir
skoruðu allar þrennu í leikjum vikunnar hjá 4. flokki kvenna.