Gott gengi 5. flokks karla í sumar
Keflavíkurpiltar í 5. flokki spiluðu gegn Haukum á Íslandsmótinu í gær. Bæði lið höfðu staðið sig með miklum sóma á Íslandsmótinu í sumar og því um topp slagi að ræða. Úr urðu hörku skemmtilegar viðureignir og fór svo að Keflavík vann einn leik, Haukar einn og tveimur leikjum lauk með jafntefli. Umfjallanir um hvern leik fyrir sig er hér að neðan.
A - lið:
Keflavík - Haukar 1 - 1 (0 - 1)
Mark Keflavíkur: Elías Már Ómarsson.
A - liðið hefur staðið sig frábærlega í sumar en tapaði nú sínum fyrstu stigum. Strákarnir börðust hetjulega í leiknum og áttu marga lipra spretti en jafntefli verða að teljast sanngjörn úrslit. Haukar eru með mjög sterkt lið og spiluðu t.a.m. til úrslita á N1 mótinu á Akureyri fyrr í sumar.
Staðan.
Leikskýrsla.
B - lið:
Keflavík - Haukar 1 - 0 (1 - 0)
Mark Keflavíkur: Ari Steinn Guðmundsson úr aukaspyrnu af um 25 m. færi.
Fyrsti sigur B - liðsins í sumar staðreynd og gleðin var mikil í leikslok. Piltarnir hafa verið að spila vel en ekki náð að innbyrða sigur fyrr en nú.
Staðan.
Leikskýrsla.
Sameiginleg staða A og B liða.
Þrjú efstu liðin í sameiginlegri keppni A og B liða fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins, tvö efstu liðin færast upp í A - deild næsta sumar.
Keflavík stendur vel að vígi þegar liðið á eftir að leika tvo leiki á Íslandsmótinu gegn Breiðablik2 og Grindavík.
C - lið:
Keflavík - Haukar 4 - 4 (1 - 3)
Mörk Keflavíkur: Bjarni Þór Albertsson, Friðrik Daði Bjarnason, Tómas Orri Grétarsson og Arnar Már Örlygsson.
Keflavík fór heldur rólega af stað en komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og náðu að jafna eftir að hafa verið 3 - 1 undir í hálfleik. Jöfnunarmark Keflavíkur kom á elleftu stundu en það skoraði Arnar Már Örlygsson með stórglæsilegu skoti í markvinkilinn af um 20 m. færi. Haukar tóku miðju og dómarinn flautaði til leiksloka.
Staðan.
Leikskýrsla.
D - lið:
Keflavík - Haukar 2 - 8 (2 - 4)
Mörk Keflavíkur: Eiður Unnarsson og Óðinn Jóhannsson.
Keflavíkurpiltar náðu sér ekki á strik að þessu sinni og Haukar unnu sannfærandi sigur.
Staðan.
Leikskýrsla.
Nú er komið smá frí á Íslandsmótinu og næsti leikur er ekki fyrr en 9. ágúst gegn Breiðablik 2.
Samúel Kári Friðjónsson er hér með knöttinn í leik gegn ÍBV á N1 mótinu fyrr í sumar.
Samúel átti mjög góðan leik gegn Haukum og lagði upp markið sem Elías Már skoraði.
Samúel og Elías hafa farið mikinn í sumar á Íslandsmótinu og hafa skorað 20 af 22 mörkum A - liðsins.