Grétar Ólafur bætist í hópinn
Grétar Ólafur Hjartarson hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur Keflvíkinga. Hann mun gera eins árs samning við félagið. Grétar kemur til okkar frá Grindavík en hann hóf ferilinn með Reyni í Sandgerði og hefur einnig leikið með KR, Stirling Albion, Lilleström og Landskrona. Grétar er öflugur framherji sem mun styrkja okkar lið fyrir næsta tímabil og það er okkur sönn ánægja að bjóða hann velkominn í hópinn.
Mynd: Grétar á ferðinni með Grindavík. (Myndin er af umfg.is).