Fréttir

Knattspyrna | 22. september 2004

Gríðarlegur áhugi á bikarleik

Smá saman er að myndast stemmning í bænum fyrir undanúrslitaleik Keflavíkur og HK í VISA-bikarkeppninni á Laugardalsvelli n.k. sunnudag kl. 14:00.  Börn 16 ár og yngri fá frítt á leikinn og þeir sem ná sér í miða í Sundlaugarkjallara og kaupa sér miða með rútu frá SBK fá ferðina á Laugardalsvöll á 500 kr.  Rútur fara frá Sundlaugarkjallaranum á sunnudag kl. 12.30.  Forsala í rúturnar verður í Sundlaugarkjallara fimmtudag og föstudag kl. 13:00-18:00, laugardag kl. 11:00-14:00 og á leikdag, sunnudag kl. 10:00-12:30 en þá fara rúturnar til Reykjavíkur, beint á Laugardalsvöll og þaðan beint heim eftir leik.  Þeir sem eru eldri en 16 ára geta keypt miða í rúturnar í Sundlaugarkjallara á sama tíma.  Mjög áríðandi er að fólk kaupi rútumiðana í forsölu því sætaframboð er takmarkað og gildir regla "fyrstir koma, fyrstir fá".

Knattspyrnudeild Keflavíkur vill færa SBK þakkir fyrir að gera sem flestum kleift að fara á undanúrslitaleikinn með því að stilla verði mjög í hóf.  Knattspyrnudeildin hvetur fólk til að nýta sér þetta kostaboð og fjölmenna á leikinn með SBK.  Ekki veitir af en við verðum að hafa okkur öll við ef við ætlum ekki að láta aðdáendur HK kaffæra okkur á leiknum.  Talið er að allt að 1500 áhangendur HK komi á völlinn til að hvetja sína menn í stærsta leik sem HK hefur tekið þátt í á knattspyrnuvellinum til þessa.