Fréttir

Knattspyrna | 11. maí 2011

Grill og hamborgarar fyrir leik

Við minnum á grillið fyrir leikinn gegn FH í kvöld.  Hamborgarar og gos verða til sölu á sanngjörnu verði í félagsheimilinu í íþróttahúsinu við Sunnubraut frá kl. 18:00.  Þar er upplagt að mæta, skella í sig borgara og spjalla um leikinn framundan.  Leikurinn hefst svo á Nettó-vellinum kl. 19:15.


Þessi skemmtilega mynd er fengin að láni hjá vinum okkar á Víkurfréttum.