Grindavík - Keflavík á laugardag kl. 14:00
Keflavík og Grindavík mætast í 18. og síðustu umferð Landsbankadeildarinnar laugardaginn 17. september. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Grindavíkurvelli. Leikir þessara liða hafa oft verið fjörugir gegnum árin enda um ekta nágrannaslag að ræða. Nú verður barist sem aldrei fyrr enda mikið í húfi; Grindvíkingar verða að sigra til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni en Keflavík berst um 3ja sætið, nokkuð sem fáir áttu von á fyrir þetta keppnistímabil. Það verður því mikið í húfi og ljóst að stuðningsmenn liðanna munu fjölmenna á hinn skemmtilega völl Grindvíkinga til að fylgjast með hvernig liðunum reiðir af á síðustu metrunum. Það má reikna með að dómarar leiksins muni hafa í mörg horn að líta en dómari leiksins verður Ólafur Ragnarsson og aðstoðardómarar hans þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Einar Örn Daníelsson. Eyjólfur M. Kristinsson er varadómari og Páll Júlíusson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og Grindavík hafa leikið 19 leiki í efstu deild frá árinu 1995. Okkar menn hafa unnið 7 leiki en nágrannar okkar 8, jafntefli hefur orðið í 4 leikjum. Markatalan er 29-30 fyrir Grindavík. Stærsti sigur Grindvíkinga var 4-0 árið 1996 en Keflavík vann 3-0 árið 1998 og 4-1 árið 2002. Mesti markaleikur þessara liða var á Keflavíkurvelli í fyrra þegar Grindavík vann 4-3. Af þeim leikmönnum sem nú leika með Keflavíkurliðinu hefur Guðmundur Steinarsson skorað fimm mörk gegn Grindavík og Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson eitt hvor.
Liðin hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppninni. Það var árið 1991 og vann Keflavík þann leik með Óla Þórs Magnússonar.
Keflavík og Grindavík mættust 6 sinnum í B-deild á árunum 1990-1992. Keflavík vann þrjá leiki, tveimur lauk með jafntefli en Grindavík vann einn leik. Markatalan var 13-9, okkur í vil. Gestur Gylfason skoraði eitt mark gegn Grindavík í gömlu 2. deildinni árið 1991.
Liðin mættust í 9. umferð Landsbankadeildarinnar fyrr í sumar og þá varð 1-1 jafntefli í skrautlegum leik. Sinisa Kekic kom Grindvíkingum yfir snemma leiks en Hörður Sveinsson jafnaði skömmu síðar. Þrátt fyrir að Grindavík missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald tókst okkar mönnum ekki að knýja fram sigur og misnotuðu m.a. vítaspyrnu undir leiksins.
Það var ekki að fara mörgum orðum um að í gegnum árin hafa fjölmargir leikmenn leikið með báðum þessum liðum. Þar má nefna Kristinn Jóhannsson, Jóhann Benediktsson, Grétar Einarsson, Ólaf Ingólfsson, Einar Ásbjörn Ólafsson og Þorstein Bjarnason. Þetta á einnig við í dag; Gestur Gylfason lék með Grindavík og þeir Eysteinn Hauksson og Magnús Þorsteinsson eru nú í liði Grindavíkur eftir að hafa leikið með okkar liði um árabil. Síðast en ekki síst var þjálfari Grindvíkinga, Milan Stefán Jankovic, hjá Keflavík og þjálfaði liðin síðustu tvö ár við góðan orðstír.
Úrslit í leikjum Grindavíkur og Keflavíkur í Grindavík hafa orðið þessi í efstu deild:
2004 |
Grindavík - Keflavík |
3-2 | Sreten Djurevic Daníel Ljubicic | |
2002 |
Grindavík - Keflavík |
1-4 | Guðmundur Steinarsson 2 Þórarinn Kristjánsson 2 | |
2001 |
Grindavík - Keflavík |
1-2 | Haukur Ingi Guðnason Þórarinn Kristjánsson | |
2000 |
Grindavík - Keflavík |
0-0 | ||
1999 |
Grindavík - Keflavík |
2-0 | ||
1998 |
Grindavík - Keflavík |
2-1 | Guðmundur Steinarsson | |
1997 |
Grindavík - Keflavík |
1-0 | ||
1996 |
Grindavík - Keflavík |
4-0 | ||
1995 |
Grindavík - Keflavík |
1-2 | Eysteinn Hauksson Óli Þór Magnússon |