Grindavík - Keflavík á mánudag kl. 19:15
Grindavík og Keflavík leika í 4. umferð Pepsi-deildarinnar mánudaginn 16. maí. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 19:15. Það þarf ekki að taka fram að það er alltaf mikið fjör þegar þessi nágrannalið mætast. Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson og aðstoðardómarar hans Frosti Viðar Gunnarsson og Viðar Helgason en Sigurður Hannesson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og Grindavík hafa mæst 28 sinnum efstu deild, fyrst árið 1995. Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 12 leiki og Grindavík 9 en sjö sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 41-36 fyrir Keflavík. Stærsti sigur Grindavíkur var 4-0 sigur á Grindavíkurvelli árið 1996 en stærstu sigrar Keflavíkur er 3-0 heimasigur árið 1998 og 4-1 sigur í Grindavík árið 2002. Mesti markaleikur liðanna kom árið 2004 þegar Grindavík vann 4-3. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Grindavík í efstu deild. Guðmundur Steinarsson hefur skorað átta mörk, Jóhann B. Guðmundsson fimm, Magnús Þorsteinsson þrjú og þeir Haraldur Freyr Guðmundsson og Haukur Ingi Guðnason tvö mörk hvor.
Liðin hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppninni en það var árið 1991. Keflavík vann þá á Keflavíkurvelli þegar Óli Þór Magnússon skoraði eina mark leiksins.
Keflavík og Grindavík léku 6 leiki í B-deildinni á árunum 1990-1992. Keflavík vann fjóra leikjanna en Grindavík einn og jafntefli varð í einum leik. Markatalan í leikjunum er 13-9 fyrir Keflavík.
Liðin léku tvo leiki í Pepsi-deildinni síðasta sumar eins og lög gera ráð fyrir. Fyrri leiknum á Grindavíkurvelli lauk með sigri Keflavíkur þar sem Jóhann Birnir Guðmundsson gerði eina mark leiksins. Jafntefli varð í Keflavík þar sem Jóhann skoraði aftur fyrir Keflavík en Gilles Ondo gerði mark Grindvíkinga.
Það hefur verið þó nokkur samgangur milli Keflavíkur og Grindavíkur í gegnum árin enda ekki langt að fara. Milan Stefán Jankovic hefur þjálfað bæði lið og í gegnum árin hafa m.a. Kristinn Jóhannsson, Hjálmar Hallgrímsson, Þorsteinn Bjarnason, Zoran Ljubicic og Eysteinn Hauksson leikið með báðum félögunum. Í ár eru hvorki meira né minna en þrír leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur sem hafa leikið með Grindavík, þeir Andri Steinn Birgisson, Magnús Þorsteinsson og Grétar Hjartarson. Þá eru tveir fyrrverandi leikmenn okkar í liði Grindavvíkur en það eru Scott Ramsay og Paul McShane.
Úrslit í leikjum Grindavíkur og Keflavíkur á heimavelli Grindavíkur hafa orðið þessi:
2010 |
Grindavík - Keflavík |
0-1 | Jóhann B. Guðmundsson | ||
2009 |
Grindavík - Keflavík |
1-1 | Magnús Þorsteinsson | ||
2008 |
Grindavík - Keflavík |
0-1 | Sjálfsmark | ||
2006 |
Grindavík - Keflavík |
1-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
2005 |
Grindavík - Keflavík |
2-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
2004 |
Grindavík - Keflavík |
3-2 | Sreten Djurovic Zoran Ljubicic | ||
2002 |
Grindavík - Keflavík |
1-4 | Guðmundur Steinarsson 2 Þórarinn Kristjánsson 2 | ||
2001 |
Grindavík - Keflavík |
1-2 | Haukur Ingi Guðnason Þórarinn Kristjánsson | ||
2000 |
Grindavík - Keflavík |
0-0 | |||
1999 |
Grindavík - Keflavík |
2-0 | |||
1998 |
Grindavík - Keflavík |
2-1 | Guðmundur Steinarsson | ||
1997 |
Grindavík - Keflavík |
2-0 | |||
1996 |
Grindavík - Keflavík |
4-0 | |||
1995 |
Grindavík - Keflavík |
1-2 | Eysteinn Hauksson Óli Þór Magnússon |