Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2010

Grindavík - Keflavík á mánudag kl. 20:00

Grindavík og Keflavík leika í 2. umferð Pepsi-deildarinnar mánudaginn 17. maí.  Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og hefst kl. 20:00.  Okkar menn unnu góðan sigur á Blikum í fyrstu umferðinni en Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson og aðstoðardómarar hans Sigurður Óli Þórleifsson og Tomasz Jacek Napierajczyk.  Varadómari er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og Þórarinn Dúi Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og þeir sem eiga alls ekki heimangengt þurfa því ekki að missa af neinu.

Keflavík og Grindavík hafa mæst 26 sinnum efstu deild, fyrst árið 1995.  Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 11 leiki og Grindavík 9 en sex sinnum hefur orðið jafntefli.  Markatalan er 39-38 fyrir Keflavík.  Stærsti sigur Grindavíkur var 4-0 sigur á Grindavíkurvelli árið 1996 en stærstu sigrar Keflavíkur er 3-0 heimasigur árið 1998 og 4-1 sigur í Grindavík árið 2002.  Mesti markaleikur liðanna kom árið 2004 þegar Grindavík vann 4-3.  Sjö leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Grindavík í efstu deild.  Guðmundur Steinarsson hefur skorað átta mörk, Magnús Þorsteinsson og Jóhann B. Guðmundsson þrjú, Haraldur Freyr Guðmundsson og Haukur Ingi Guðnason tvö og þeir Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson eitt mark hvor.

Liðin hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppninni en það var árið 1991.  Keflavík vann þá á Keflavíkurvelli þegar Óli Þór Magnússon skoraði eina mark leiksins.

Keflavík og Grindavík léku 6 leiki í B-deildinni á árunum 1990-1992.  Keflavík vann fjóra leikjanna en Grindavík einn og jafntefli varð í einum leik.  Markatalan í leikjunum er 13-9 fyrir Keflavík.

Liðin léku tvo leiki í Pepsi-deildinni síðasta sumar eins og lög gera ráð fyrir.  Fyrri leiknum á Grindavíkurvelli lauk með 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þorsteinsson kom Keflavík yfir úr vítaspyrnu en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði fyrir heimamenn.  Keflavík vann svo sinn heimaleik þar sem Magnús var aftur á ferðinni og gerði eina mark leiksins.

Það hefur verið þó nokkur samgangur milli Keflavíkur og Grindavíkur í gegnum árin enda ekki langt að fara.  Milan Stefán Jankovic hefur þjálfað bæði lið og í gegnum árin hafa m.a. Kristinn Jóhannsson, Hjálmar Hallgrímsson, Þorsteinn Bjarnason, Zoran Ljubicic og Eysteinn Hauksson leikið með báðum félögunum.  Í ár eru hvorki meira né minna en þrír leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur sem hafa leikið með Grindavík, þeir Andri Steinn Birgisson, Paul McShane og Magnús Þorsteinsson.  Þá er einn fyrrverandi leikmaður okkar í liði Grindvavíkur en það er auðvitað snillingurinn Scott Ramsay.

Úrslit í leikjum Grindavíkur og Keflavíkur á heimavelli Grindavíkur hafa orðið þessi:

2009

Grindavík - Keflavík

1-1 Magnús Þorsteinsson
2008

Grindavík - Keflavík

0-1 Sjálfsmark
2006

Grindavík - Keflavík

1-1 Guðmundur Steinarsson
2005

Grindavík - Keflavík

2-1 Guðmundur Steinarsson
2004

Grindavík - Keflavík

3-2 Sreten Djurovic
Zoran Ljubicic
     2002    

Grindavík - Keflavík

1-4   Guðmundur Steinarsson 2
Þórarinn Kristjánsson 2
  2001

Grindavík - Keflavík

1-2   Haukur Ingi Guðnason
Þórarinn Kristjánsson
  2000

Grindavík - Keflavík

0-0  
1999

Grindavík - Keflavík

2-0
  1998

Grindavík - Keflavík

2-1   Guðmundur Steinarsson
  1997

Grindavík - Keflavík

2-0  
  1996

Grindavík - Keflavík

4-0  
1995

Grindavík - Keflavík

1-2 Eysteinn Hauksson
Óli Þór Magnússon