Grindavík - Keflavík á miðvikudag kl. 19:15
Miðvikudaginn 26. júní er boðið upp á nágrannaslag í 1. deild kvenna en þá leika Grindavík og Keflavík leik sem er í 2. umferð deildarinnar en var frestað fyrr í mánuðinum. Leikurinn verður á Grindavíkurvelli og hefst kl. 19:15. Dómari leiksins verður Eðvarð Atli Bjarnason og aðstoðardómarar hans verða Njáll Trausti Gíslason og Bragi Þór Hansson.
Keflavík og Grindavík mættust tvisvar í 1. deildinni í fyrra og lauk báðum leikjunum með 2-2 jafntefli. Áður höfðu liðin leikið tvisvar í efstu deild en það var árin 1972 og 1974! Grindavík vann fyrri leikinn 2-0 en Keflavík vann þann seinni með sömu markatölu. Liðin hafa einnig mæst tvívegis í bikarkeppninni. Árið 2055 vann Keflavík 8-1 sigur í 1. umferð keppninnar en á dögunum vann Grindavík 3-1 þegar liðin mættust 1. umferð Borgunarbikarsins í Grindavík.