Grindavík-Keflavík 1-1
Keflvíkingar skruppu til Grindavíkur og spiluðum við þá í Landsbankadeildinni og liðin gerðu jafntefli í þokkalega góðum leik. Leikar enduðu 1-1 í miklum rokleik og nístingskulda. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og ætluðu að selja sig dýrt.
Grindvíkingar byrjuðu betur og strax á 10. mínútu fengu þeir víti sem var svo hrikalega út úr korti að annað eins hefur ekki sést á knattspyrnuvellinum (í Grindavík). Jóhann Þórhallsson fiskaði dómarann svo illilega, eins og hann gerði svo oft í leiknum, að áhorfendur voru farnir að brosa út í eitt í stúkunni. Jóhann tók sjálfur vítið og skaut yfir markið og þar var réttlætinu fullnægt. Jóhann skoraði svo á 35. mínútu og var vel að því marki staðið hjá þeim gulklæddu. Nú fóru Keflvíkingar að láta virkilega til sín taka og áttu nokkur hættuleg skot að marki Grindavíkur en annaðhvort fór boltinn framhjá eða lenti í öruggum höndum Helga markvarðar Grindavíkurliðsins. Á 39. mínútu missti Helgi markvörður skot frá Danny Severino frá sér fyrir fætur Magnúsar Þorsteinssonar sem var að fara gera sig líklegan og þá kom Helgi og braut á honum og víti dæmt. Úr vítinu skoraði Guðmundur Steinarsson örugglega og staðan 1-1. Á lokamínútunni átti svo Simun Samuelssen dauðafæri en setti boltann yfir markið.
Í seinni hálfleik voru Keflvíkingar betri á vellinum án þess að skapa sér virkilega góð færi nema þá eitt sem varamaðurinn Ólafur Jón átti þegar lítið var eftir en hann skaut beint í fangið á Helga í markinu. Á lokamínutum leiksins fengu svo þeir Stefán Örn Arnarsson og Eyþór Atli Einarsson rauða spjaldið og verða því í banni í næsta leik.
Lið Keflavíkur :
Ómar Jóhannsson, Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson, Geoff Miles (Branislav Milicevic 46) Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Magnús S Þorsteinsson, Danny Severino (Ólafur Jón Jónsson 78), Guðmundur Steinarsson (Stefán Örn Arnarsson 74) og Simun Samuelsson.
Varamenn ekki notaðir:
Magnús Þormar, Þorsteinn Georgsson, Davíð Örn Hallgrímsson og Ólafur Berry.
Áhorfendur um 700 (ágiskun)
Dómari: Kristinn Jakobsson....segi ekki meir.
JÖA
Gummi Steinars að skora úr vítinu.