Fréttir

Knattspyrna | 28. júní 2004

Grindavík-Keflavík í kvöld

Grindavík og Keflavík leika í 8. umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00 á Grindavíkurvelli.  Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið auk þess að vera nágrannaslagur.  Keflavík er nú í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Grindavík situr í 8. sæti með 7 stig og ljóst að hvorugt liðið má við því að tapa stigum í leiknum.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending þar kl. 19:45.

Keflavík og Grindavík hafa leikið 16 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1995.  Keflavík hefur unnið 7 leiki og Grindavík 6 en þremur leikjanna lauk með jafntefli.  Markatalan er 22-23, Grindvíkingum í vil.

Liðin léku einnig 6 leiki í B-deild á árunum 1990 til 1992.  Keflavík vann þrjá leiki, Grindavík einn en jafntefli voru tvö.  Þar er markatalan 14-8 fyrir Keflavík.

Liðin hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppninni.  Það var árið 1991 og unnu okkar menn þann leik með marki frá Óla Þór Magnússyni.

Þrír leikmenn sem nú leika með Keflavíkurliðinu hafa skorað gegn Grindavík í efstu deild.  Guðmundur Steinarsson hefur skorað fimm mörk í leikjum liðanna, Þórarinn Kristjánsson fjögur og Hólmar Örn Rúnarsson eitt.

Í leiknum í kvöld mæta þó nokkrir leikmenn sínum fyrri félögum.  Ólafur Gottskálksson, Ólafur Ívar Jónsson, Zoran Ljubicic og Scott Ramsay hafa allir leikið með Grindavík og ekki má gleyma því að Milan Stefán Jankovic þjálfaði liðið um árabil.  Í herbúðum Grindvíkinga eru svo tveir fyrrverandi leikmenn okkar, þeir Eysteinn Hauksson og Gestur Gylfason.

Leikir liðanna í Grindavík í efstu deild:

 

     2002    

Grindavík - Keflavík

1-4 Guðmundur Steinarsson 2, Þórarinn Kristjánsson 2
2001 Grindavík - Keflavík 1-2 Haukur Ingi Guðnason, Þórarinn Kristjánsson
2000 Grindavík - Keflavík 0-0
1999 Grindavík - Keflavík 2-0
1998 Grindavík - Keflavík 2-1 Guðmundur Steinarsson
1997 Grindavík - Keflavík 1-0
1996 Grindavík - Keflavík 4-0
1995 Grindavík - Keflavík 1-2 Eysteinn Hauksson, Óli Þór Magnússon