Fréttir

Knattspyrna | 22. maí 2006

Grindavík – Keflavík á miðvikudag kl. 20:00

Grindavík – Keflavík á miðvikudag kl. 20:00

 

Keflvíkingar fara til Grindavíkur og spila við heimamenn í Landsbankadeildinni á miðvikudaginn 24.maí og hefst leikurinn kl 20:00.

 

Bæði lið eru með 3.stig efir tvo leiki og bæði ætla sér að taka þau þrjú sem eru í boði í þessum leik. Það eru alltaf hörkuleikir og mikið fjör þegar þessi grannalið mætast. Frá því að Grindavík komst upp og spilaði í fyrsta sinn 1995 á meðal þeirra bestu þá hafa liðin mæst 20 sinnum og hefur Keflavík unnið 7 leiki en Grindvíkingar 9 leiki og jafnteflin eru fjögur. Markatalan er 30-32 Grindavík í vil.

 

Það er nú kominn tími fyrir okkar menn að laga þetta aðeins, þó ekki væri meira en að jafna markatöluna í þessum leik. Af þeim leikmönnum sem spila núna með Keflavík hefur Guðmundur Steinarsson skorað sex mörk og Hólmar Örn Rúnarsson eitt mark.

 

Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson og aðstoðardómari eitt verður Ólafur I Guðfinnsson, aðstoðardómari tvö verður Einar K Guðmundsson, eftirlitsmaður verður Eiríkur Helgason og Eyjólfur M Kristinsson verður varadómari.

 

Það er alltaf mikið fjör á pöllunum þegar liðin mætast og nú hvetum við alla að fjölmenna á völlinn í Grindavík og hvetja Keflvíkinga til sigurs.

 

Áfram Keflavík

 

jöa

 

 

 

 

Hvor hefur betur á miðvikudaginn?