Fréttir

Knattspyrna | 26. júlí 2010

Grindavíkur-leikurinn hjá Sportmönnum

Sælir Sportmenn,

Þá er komið að næsta leik okkar manna og í kvöld kl. 20:00 mætum við grönnum okkar úr Grindavík.  Það hafa alltaf verið hörkuleikir þegar þessi lið mætast og ljóst að svo verður einnig í kvöld.  Grindvíkingar eru í mikilli baráttu á neðri helmingi töflunnar en þeir hafa þó eitthvað styrkt sig í glugganum.  Það er því mikilvægt að við mætum og hvetjum strákana enda mjög mikilvægur leikur hér á ferð.

Dagskráin verður með svipuðu móti og áður og mun Willum fara yfir leikinn.  Eins mun Gummi Steinars líta inn (en hann er í banni í þessum leik) og ræða við menn.  Hann mun ekki vera með neitt erindi en verður á staðnum og menn geta rætt við hann um hitt og þetta (kannski að fótbolti komi eitthvað við sögu þó).  Húsið opnar kl. 18:45 en við hittumst á okkar stað í Íþróttavallarhúsinu við Hringbraut.

ÁFRAM KEFLAVÍK

Kveðja,
Sportmenn