Fréttir

Knattspyrna | 2. janúar 2007

Guðjón Árni annar

Guðjón Árni Antoníusson er knattspyrnumaður Reykjanesbæjar árið 2006 og hann varð jafnframt annar í kjöri til Íþróttamanns Reykjanesbæjar.  Það er körfuknattleiksmaðurinn Friðrik Stefánsson sem er íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2006 og sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir varð þriðja. 

Eftirtaldir íþróttamenn voru valdir íþróttamenn ársins í sinni grein:
Bjarni Sigurðsson - skotíþróttir
Elísa Sveinsdóttir - fimleikar
Elva Björk Margeirsdóttir - hestaíþróttir   
Erla Dögg Haraldsdóttir - sund
Friðrik Stefánsson - körfuknattleikur
Guðjón Árni Antoníusson - knattspyrna
Gylfi Freyr Guðmundsson - vélhjólaíþróttir
Helgi Rafn Guðmundsson - taekwondo
Jóhann R. Kristjánsson - íþróttir fatlaðra   
Karen Guðnadóttir - badminton
Sævar Ingi Borgarsson - lyftingar    
Örn Ævar Hjartarsson - golf

Mynd frá Víkurfréttum.