Fréttir

Knattspyrna | 28. ágúst 2007

Guðjón Árni framlengir

Guðjón Árni Antoníusson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og gildir hann út árið 2009.  Guðjón hefur um árabil verið einn sterkasti og traustasti leikmaður Keflavíkurliðsins en hann lék sinn fyrsta leik árið 2002.  Síðan hefur hann verið fastamaður í vörn liðsins og leikið rúmlega 100 leiki.  Það eru því góðar fréttir að pilturinn hafi ákveðið að vera áfram hjá okkur og ljóst að Guðjón verður áfram lykilmaður í Keflavíkurliðinu.



Guðjón Árni var valinn Íþróttamaður Keflavíkur árið 2006.
Hann tekur hér við viðurkenningu sinni frá Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur.