Fréttir

Knattspyrna | 28. desember 2006

Guðjón Árni íþróttamaður Keflavíkur

Guðjón Árni Antoníusson var í gær kjörinn Íþróttamaður Keflavíkur árið 2006.  Alls voru sjö íþróttamenn tilnefndir en athöfnin fór fram í K-Húsinu við Hringbraut.  Þeir sem voru tilnefndir af deildum innan Keflavíkur voru Guðjón Árni Antoníusson, knattspyrnudeild, Magnús Þór Gunnarsson, körfuknattleiksdeild, Elísa Sveinsdóttir, fimleikadeild, Guðni Emilsson, sunddeild, Karen Guðnadóttir, badmintondeild, Bjarni Sigurðsson, skotdeild og Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondodeild.

Guðjón er vel að titlinum kominn en hann var valinn leikmaður ársins hjá liði Keflavíkur í meistaraflokki karla.  Guðjón lék fyrst með meistaraflokki árið 2002 og hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur síðan.  Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins og átt stóran þátt í góðum árangri þess undanfarið, m.a. bikarmeistaratitlunum árin 2004 og 2006.  Guðjón er öflugur varnarmaður og einn sterkasti bakvörður Landsbankadeildarinnar.  Hann er sterkur varnarmaður og auk þess öflugur fram á við.  Guðjón skoraði mikilvæg mörk fyrir Keflavíkurliðið í sumar og tók virkan þátt í skemmtilegu sóknarliði sem vakti verðskuldaða athygli meðal knattspyrnuáhugamanna.  Utan vallar er Guðjón góður félagi sem nýtur virðingar samherja sinna og er þrátt fyrir ungan aldur einn reyndasti leikmaður liðsins.

Við óskum Guðjóni Árna til hamingju með þessa viðurkenningu.

Myndir: Jón Örvar Arason


Guðjón Árni, knattspyrnumaður ársins hjá Keflavík.


Íþróttafólk Keflavíkur árið 2006 ásamt Einari Haraldssyni, formanni félagsins.


Guðjón Árni ásamt unnustu sinni og foreldrum eftir útnefninguna.


Guðjón Árni og Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur.


Guðjón Árni í viðtali hjá Víkurfréttum.  Hægt er að sjá viðtalið við Guðjón á
vef Víkurfrétta.