Guðjón og Guðný best
Þau Guðjón Árni Antoníusson og Guðný Þórðardóttir voru valin leikmenn ársins hjá Keflavík á glæsilegu lokahófi Knattspyrnudeildar. Baldur Sigurðsson og Elísabet Ester Sævarsdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir. Lokahófið var hið glæsilegasta enda full ástæða til að fagna góðu gengi í sumar. Boðið var upp á steikarhlaðborð að hætti Halla og hans fólks í Stapanum og síðan lék hljómsveitin Sálin hans Jóns míns fyrir dansi.
Guðný og Guðjón með bikarana sem fylgja nafnbótinni leikmaður ársins.
(Mynd: Jón Björn Ólafsson / Víkurfréttir)