Fréttir

Knattspyrna | 16. desember 2004

Guðjón Þórðarson næsti þjálfari Keflavíkur

Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari Keflavíkur og gerði hann þriggja ára samning.  Guðjón er nú staddur í útlöndum en er væntanlegur heim eftir helgi og verður þá formlega kynntur sem næsti þjálfari Keflavíkur og tekur við stjórn liðsins.  Knattspyrnudeild býður Guðjón velkominn til starfa og óskar honum góðs gengis.  Það er mikið gleðiefni að búið er að ráða þjálfara til félagsins og er hægt að vænta mikils af störfum Guðjóns hér næstu árin.