Fréttir

Knattspyrna | 4. nóvember 2011

Guðmundur áfram hjá Keflavík

Guðmundur Steinarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík en samningur hans rann út í lok síðasta keppnistímabils.  Guðmundur hefur skrifað undir eins árs samning og verður því í Keflavík næsta sumar sem verður hans 15. tímabil með meistaraflokki Keflavíkur.  Guðmundur skrifaði sig rækilega í sögubækur félagsins í sumar þegar hann varð leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild frá upphafi.  Hann á nú að baki 222 leiki og 74 mörk með Keflavík í efstu deild, 36 bikarleiki og 19 mörk og þá hefur kappinn leikið 9 leiki í Evrópukeppnum og skorað þrjú mörk.  Það þarf ekki að taka fram hve mikill fengur það er fyrir liðið að hafa Guðmund áfram í sínum röðum enda hefur hann verið einn öflugasti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.