Guðmundur er þrítugur
Í dag, 20. október, heldur Guðmundur nokkur Steinarsson upp á stórafmæli en pilturinn er þrítugur. Við ætlum ekkert að ræða frekar um drenginn eða afrek hans á knattspyrnuvellinum enda þekkja þau allir sem þetta lesa. Við sendum Gumma hamingjuóskir í tilefni dagsins og hvetjum stuðningsmenn og aðra velunnara til að óska pilti til hamingju ef þeir rekast á hann í dag (eða næstu daga).