Guðmundur frá vegna meiðsla
Varnarjaxlinn Guðmundur Mete meiddist illa í leiknum í gær eftir gróft brot eins leikmanna Skagaliðsins. Guðmundur varð að fara út af og fór á slysadeild eftir að heim var komið. Guðmundur er ekki brotinn eins og haldið var í fyrstu en ljóst að það tekur hann nokkurn tíma að ná sér.
Keflavík á ekki leik fyrr en eftir viku og þá kemur í ljós hvort Mete verði búinn að ná sér þó það sé ólíklegt. Okkar menn voru ekki ánægðir með tæklingu Bjarna Guðjónssonar sem orsakaði meiðsli Guðmundar. Leikmönnum og stuðningsmönnum Keflavíkur þótti hún verðskulda beint rautt spjald en annars ágætur dómari leiksins ákvað að lyfta gula spjaldinu.
Guðmundur liggur í valnum.
Dómarinn lyftir gula spjaldinu.