Guðmundur í landsliðið
Guðmundur Steinarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands en hann kemur í stað Ólafs Inga Skúlasonar, sem er meiddur. Landsliðið leikur gegn Noregi á útivelli á laugardaginn og gegn Skotlandi heima miðvikudaginn 10. september. Við eigum þá tvo leikmenn í landsliðshópnum en Hólmar Örn er einnig í hópnum. Guðmundur er vel að þessu kominn enda hefur hann verið að leika geysivel í toppliði Keflavíkur og er nú markahæstur í Landsbankadeildinni. Guðmundur á einn A-landsleik að baki en hann kom gegn Brasilíu árið 2002. Við óskum Guðmundi til hamingju með valið og óskum honum og landsliðinu góðs gengis í leikjunum framundan.
Mynd: Jón Örvar.