Guðmundur í landsliðshópnum
Guðmundur Steinarsson er í íslenska landsliðshópnum sem leikur vináttuleik við Möltu í næstu viku. Leikurinn fer fram ytra miðvikudaginn 19. nóvember. Guðmundur er einn þriggja leikmanna í 18 manna hópnum sem leika hér heima. Hallgrímur Jónasson er einnig í hópnum en hann hefur ákveðið að ganga til liðs við sænska liðið GAIS. Einn nýliði er í hópi Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara en það er Garðar Jóhannsson frá Fredrikstad FK í Noregi. Hægt er að skoða hópinn á vef KSÍ.
Mynd: Guðmundur á landsliðæfingu. (Mynd frá fótbolti.net)