Guðmundur í úrvalsliðinu
Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er í úrvalsliði 1.-6. umferðar Landsbankadeildarinnar. Það eru Landsbankinn og KSÍ sem standa fyrir valinu í samstarfi við fjölmiðla og fleiri aðila. FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson var valinn besti leikmaður fyrstu umferðanna en meira má sjá um viðurkenningarnar á ksi.is.
Fyrirliðinn okkar er vel að þessari viðurkenningu kominn. Gummi hefur verið að leika fantavel og skorað fimm mörk í deildinni og tvö í bikarleiknum í vikunni. Glæsilegar aukaspyrnur hans hafa vakið athygli og skilað Keflavíkurliðinu þremur mörkum í sumar eins og sjá má hér neðar. Þá hefur Guðmundur farið fyrir sínum mönnum eins og sannur fyrirliði og sýnt baráttu og dugnað. Við óskum Gumma til hamingju og vonum auðvitað að hann haldi áfram á sömu braut í allt sumar.
Frá afhendingu verðlaunanna í Iðnó.
(Mynd af ksi.is)
Aukaspyrnurnar
(Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir)
Ein...
...tvær ...
... og þrjár.