Guðmundur Mete mættur til leiks
Eins og fram hefur komið er Guðmundur Mete genginn til liðs við Keflavík. Kappinn er strax mættur til leiks og mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu á mánudagskvöldið. Hann verður þó ekki gjaldgengur með okkar liði fyrr en 15. júlí. Guðmundur er sterkur varnarmaður og styrkir vonandi vörn okkar fyrir átökin það sem eftir er sumars.
Guðmundur á sinni æfingu með Keflavík á mánudagskvöld.
(Mynd: Jón Örvar Arason)