Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2005

Guðmundur Mete til Keflavíkur

Guðmundur Mete, leikmaður IFK Norrköping, er á leið til Keflavíkur.  Guðmundur, sem er sterkur varnarmaður, er 24 ára Eskfirðingur sem hefur búið í Svíþjóð frá 5 ára aldri.  Guðmundur ólst upp hjá Malmö FF og varð unglingameistari með því félagi ásamt Ómari Jóhannssyni, markmanni Keflavíkur, og Zlatan Ibrahimovich núverandi leikmanni Juventur á Ítalíu.  Guðmundur hefur leikið alls 29 leiki með yngri landsliðum Íslands, 11 með U-21 árs liðinu og 9 leiki með U-19 og U-17.  Guðmundur mun leika með Keflavík út tímabilið í það minnsta og er liðinu mikill styrkur.

Mynd: Guðmundur í búningi Norrköping