Guðmundur og Magnús framlengja
Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að tveir af okkar reyndustu leikmönnum hafa skrifað undir nýjan samning við félagið. Þetta eru þeir Guðmundur Steinarsson og Magnús Þorsteinsson sem skrifuðu í dag undir þriggja ára samninga við Keflavík. Þeir piltar eru báðir Keflvíkingar í húð og hár, léku með félaginu í gegnum alla yngri flokkana og hafa leikið fjölmarga leiki með meistaraflokki. Guðmundur og Magnús hafa verið lykilmenn í Keflavíkurliðinu í sumar og átt stóran þátt í velgengni þess og þeirri skemmtilegu knattspyrnu sem liðið hefur sýnt. Það er því ánægjulegt að þeir hafi ákveðið að vera áfram hjá okkur og leika með hinu geysiöfluga liði sem búið er að byggja upp í Keflavík.
Myndir: Jón Örvar
Kristján þjálfari, Magnús, Guðmundur og Þorsteinn formaður.
Fóstbræðurnir Magnús og Guðmundur.
Magnús og Þorsteinn faðir hans skrifa undir og Kristján
þjálfari er þá kominn með fullt forræði yfir Magnúsi...
Gummi og Steini handsala samninginn. Stjáni þungt hugsi...