Fréttir

Knattspyrna | 10. nóvember 2007

Guðmundur Steinars framlengir

Guðmundur Steinarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um tvö ár.  Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að Guðmundur er einn reyndasti og sterkasti leikmaður Keflavíkurliðsins og það er félaginu mikils virði að hafa tryggt sér krafta hans áfram.  Guðmundur er 28 ára gamall og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 1996.  Síðan hefur hann leikið 149 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað í þeim 48 mörk og er nú 4. markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.  Guðmundur var í bikarmeistaraliðum Keflavíkur árin 1997, 2004 og 2006 og tók m.a. við bikarnum sem fyrirliði liðsins árið 2006.  Guðmundur hefur einnig leikið með KA, Fram og danska liðinu Brönshöj.  Hann á einnig einn landsleik að baki auk fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

Myndir: Jón Örvar Arason