Guðmundur Steinarsson skrifar undir
Á blaðamannafundi með Guðjóni Þórðarsyni skrifaði Guðundur Steinarsson undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík. Það er liðinu mikill styrkur að halda Guðmundi innan sinna vébanda a.m.k. næstu tvö ár. Guðmundur er Keflvíkingur í húð og hár og því enn skemmtilegara að hann kjósi heimahagana fram yfir önnur lið sem komu til greina. Við sem höfum starfað með Guðmundi vitum hvað hann er liðinu mikill fengur og óskum honum velfarnaðar.
Þá tilkynntu tveir leikmenn frá BÍ-88 frá Ísafirði félagaskipti yfir til Keflavíkur í gær. Það er Benedikt Birkir Hauksson fæddur 1988, unglingalandsliðsmaður og frændi hans, Sigþór Snorrason. Benedikt Birkir skrifar undir þriggja ára samning við Keflavík strax í ársbyrjun 2005 og Sigþór verður til reynslu hjá Keflavík til að byrja með. Við bjóðum þá frændur velkomna til Keflavíkur en þeir verða báðir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Rúnar formaður og Guðmundur takast þétt í hendur eftir að
hafa undirritað nýjan samning Guðmundar og Keflavíkur.
(Mynd: Jón Örvar Arason)