Guðmundur verður fyrirliði
Búið er að ákveða hverjir verða fyrirliðar Keflavíkurliðsins í ár. Guðmundur Steinarsson hefur tekið við fyrirliðabandinu aftur og er þess vel verðugur. Varafyrirliði verður Guðjón Árni Antoníusson og þriðji verður Ómar Jóhannsson. Þetta eru öflugir og góðir strákar og sannir Keflvíkingar. Góðar fyrirmyndir innan vallar sem utan og er mikils að vænta af þeim.
Guðmundur á vonandi eftir að fagna mörgum mörkum í sumar.