Fréttir

Knattspyrna | 23. ágúst 2005

Guðni Ágústsson heiðursgestur

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður heiðursgestur á leik Keflavíkur og Mainz 05 í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli nk. fimmtudag kl. 19:15.  Guðni er okkur Keflvíkingum að góðu kunnur, þingmaður okkar og farsæll ráðherra.  Guðni var gestur okkar á Herrakvöldi vorið 2004 og hélt þar gríðarlega skemmtilega ræðu.  Guðni sagði m.a. að Keflvíkingar ættu ekki eftir að verða Íslandsmeistarar að hausti, en Bikarmeistarar gætu þeir trúlegast orðið, enda væru í liðinu úrval íturvaxinna drengja af Suðurnesjum þó enginn þeirra væri jafn hjólbeinóttur og Rúnar Júlíusson.  Þarna reyndist landbúnaðarráðherrann getspakur og því er það okkur Keflvíkingum mikill heiður að fá Guðna sem heiðursgest ásamt eiginkonu hans, Frú Margréti Hauksdóttur.  Guðni mun heilsa leikmönnum liðanna fyrir leik og örugglega mun hann blása okkar mönnum baráttu í brjóst ef ég þekki hann rétt.  ási

Mynd: Guðni Ágústsson, hress í bragði að vanda.
(Myndin er fengin af
heimasíðu Ölgerðar Egils Skallgrímssonar)