Guðný Petrína í landsliðið
Guðný Petrína Þórðardóttir hefur verið kölluð landsliðshóp Íslands sem leikur vináttuleik gegn Englendingum í Southend á fimmtudag. Guðný kemur inn í hópinn í stað fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur sem er meidd. Guðný tók þátt í æfingum landsliðsins í vetur ásamt Björgu systur sinni en hún hefur ekki leikið A-landsleik. Við óskum Guðnýju og landsliðinu góðs gengis.